Helmingur dauðsfalla í Evrópu á hjúkrunarheimilum

23.04.2020 - 12:04
epa08375631 Volunteers of NGO Pro-Activa Open Arms help re-locate elderly people from their nursing homes to hospitals in Barcelona, Spain, 21 April 2020. Spain is under a lockdown to avoid the spreading of pandemic of the COVID-19 disease caused by the SARS-CoV-2 coronavirus.  EPA-EFE/Enric Fontcuberta
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Tæplega helmingur þeirra sem hafa dáið af völdum Covid 19 í Evrópu býr á hjúkrunar- og umönnunarheimila. Þetta sagði Hans Kluge svæðisstjóri Evrópu hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni á blaðamannafundi í morgun og vitnaði þar í mat á tölfræði frá Evrópulöndum.

Kluge segir þetta meiri harmleik en hægt sé að ímynda sér. Nauðsynlegt sé að grípa til frekari aðgerða til að vernda þá. 

„Þeir sem búa á hjúkrunarheimilum og eru á dánarbeði eiga rétt á að fá umönnun við hæfi, þar á meðal að halda aftur af einkennum með fullnægjandi lyfjum og umvafðir ástvinum. Það ósérhlífna og duglega fólk sem vinnur á þessum heimilum og býr oft við mikið álag, lág laun og litla vernd, eru hvunndagshetjur faraldursins. Við verðum að gera allt til að tryggja að þetta fólk hafi aðgang að hlífðarbúnað og öðrum nauðsynlegum búnaði til að vernda sjálft sig og skjólstæðinga sína,“ sagði Kluge.

Ríflega 2,6 milljónir manna hafa nú smitast í heiminum af völdum sjúkdómsins og yfir 185 þúsund hafa látist.
 

hallgrimur's picture
Hallgrímur Indriðason
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi