Atburðir við vatn - Kerstin Ekman

Mynd: Wiki / 

Atburðir við vatn - Kerstin Ekman

23.04.2020 - 11:27

Höfundar

Árið 1993 kom út í Svíþjóð skáldsagan Atburðir við vatn eftir Kerstin Ekman og vakti mikla athygli. Ári síðar fékk höfundirinn Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir verkið og hafði þá þegar fengið Augustpriset og verðlaun sænsku glæpasagnaakademíunnar. Ári síðar kom bókin út í íslenskri þýðingu Sverris Hólmarssonar. Hér má heyra Höllu Sverrisdóttur lesa tvö brot úr bókinni og ræða um innihald hennar.

Í þættinum Bók vikunnar kl. 10:15 á rás 1, sunnudaginn 31. janúar ræðir Jórunn Sigurðardóttir við Pál Valsson bókmenntafræðing og ritstjóra og Þórð Helgason dósent í íslensku við menntavísindasvið Háskóla Íslands um þessa merkilegu sögu en erindi hennar er í dag ekki síður brýnt en þegar hún kom út. fyrir rúmum tveimur áratugum 

Atburðir við vatn gerist í afskekktu héraði norður í Jamtalandi í Svíþjóð í byrjun áttunda áratugar síðustu aldar, kalda stríðið er að  komast á fullan skrið í heiminum og allar iðnaðarþjóðir heimsins, þar á meðal Svíþjóð, skirrast einskis til að auk framleiðslu sína, bæta samgöngur og vélakost í öllum atvinnugreinum. Til þess þarf að ryðja skóg og virkja fallvötn, íbúar héraðanna sem verða fyrir þessari innrás peningaaflanna eru með öllu óviðbúnir og vita ekki hvernig þeir eiga að bregðast við.

Þetta er saga um morð og um ást; um ást á náttúrinni og öðrum manneskjum, ást á eigin börnum og um afleiðingar þess að horfast ekki í augu við staðreyndir heldur þegja af sér atburði, atburði við vatn.

Mynd: Jórunn Sigurðardóttir / JÓrunn Sigurðardóttir