Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Sjö ný smit síðastliðinn sólarhring

Mynd með færslu
 Mynd: Ásvaldur Kristjánsson - Landspítali
Sjö ný kórónuveirusmit greindust síðastliðinn sólarhring, samkvæmt nýjum tölum sem birtar voru á vefnum covid.is rétt fyrir klukkan eitt í dag. Það er örlítil fjölgun frá sólarhringnum áður þegar fimm smit voru greind. Fjögur sýnanna greindust á veirufræðideild Landspítalans en þrjú hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Virkum smitum heldur áfram að fækka, en þau eru nú 313. Alls hafa 1.462 manns náð bata. Tíu manns hafa látist af völdum veirunnar hér á landi og því eru staðfest smit frá upphafi faraldursins orðin 1.785.

Fimmtán eru á sjúkrahúsi, 13 á Landspítala og tveir á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Fimm eru á gjörgæslu, þar af einn á Akureyri, og þrír eru í öndunarvél á Landspítala.

898 eru í sóttkví og alls er búið að taka 44.468 sýni hér á landi.

Fréttin hefur verið uppfærð.

 
johann's picture
Jóhann Bjarni Kolbeinsson
Fréttastofa RÚV