Sprengihætta þegar kveikt var í stolnum gaskútum

Mynd með færslu
Selfoss og Ölfusá. Á myndinni má sjá hús við Jórutún. Myndin er úr safni. Mynd: Jóhannes Jónsson
Lögreglan á Suðurlandi vekur athygli á því að undanfarna daga hefur gaskútum verið stolið af gasgrillum íbúa á Selfossi. Upp úr miðnætti í nótt var svo kveikt í kútum á fjórum stöðum innan Selfoss og skammt utan bæjarins.

Lögregla og Brunavarnir Árnessýslu slökktu elda þessa ásamt því að vegfarandi sem kom að einum vettvanginum slökkti sjálfur þann eld.

„Ljóst er að veruleg hætta skapaðist af þessu meðal annars vegna sprengihættu. Þeir sem að slökkvistarfi komu settu sig í töluverða hættu við það að nálgast kútana og þó eldarnir hafi verið kveiktir á berangri getur orðið gríðarlegt eldhaf þegar og ef kútur gefur sig,“ segir í tilkynningu lögreglu sem óskar einnig eftir því að fá upplýsingar frá þeim sem kunna að vita meira um málið.

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi