Ráðist á unga konu í Kópavogi

Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Karlmaður og kona réðust á unga konu og veittu henni áverka í Kópavogi rétt eftir klukkan tíu í morgun. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að atvikið gerðist utandyra og að konunni var ekið á slysadeild. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni.

Þá kom húsráðandi í húsi í Háaleitis- og bústaðahverfinu að manni á þriðja timanum í dag þar sem hann var að reyna að brjótast inn í húsið hans. Ein rúða í húsinu var brotin. Innbrotsþjófurinn reyndi að komast undan á hlaupum en var handtekinn. Samkvæmt dagbók lögreglu hafði hann öxi meðferðis í bakpoka. Hann var einnig eftirlýstur vegna annarra brota og er vistaður í fangageymslu.

 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi