Rafmagnslaust í Fossvogi

20.04.2020 - 01:28
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Rafmagnslaust er í Fossvogi og nágrenni vegna bilunar í háspennubúnaði. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur fór rafmagn af sex dreifistöðvum í Fossvogi, neðan Bústaðavegar og austan Borgarspítala laust fyrir eitt í nótt. Rafmagn er á Borgarspítalanum. Rafvirkjar eru nýmættir á vettvang til að leita bilunarinnar, en ekki er vitað enn hvort bilunin er í dreifistöð eða í jarðstreng.

Á vef Veitna, veitur.is, má finna nánari upplýsingar og kort af svæðinu sem rafmagnslaust er. 
Er fólki bent á að slökkva á öllum rafmagnstækjum, sem ekki slökkva á sér sjálf og geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Þetta á sérstaklega við um eldavélar, mínútugrill og fleiri hitunartæki. Eins er fólki ráðlagt að slökkva alveg á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp.
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi