Eldur í íbúð við Klapparstíg

Mynd með færslu
 Mynd: Þór Ægisson - RÚV
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út á tíunda tímanum í morgun vegna elds og mikils reyks í íbúð á fimmtu hæð í húsi við Klapparstíg í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu voru slökkviliðsbílar frá fjórum stöðvum sendir á staðinn.

Tekist hafði að slökkva í eldinum að hluta áður en slökkvilið kom á staðinn. Nú eru þar slökkviliðsmenn frá tveimur stöðvum að ganga frá. Eldurinn var staðbundinn í einu herbergi í íbúðinni og það tókst að hindra að eldur og reykur bærist fram á stigagang hússins. 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi