Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Lést af völdum COVID-19

17.04.2020 - 11:26
Mynd með færslu
 Mynd:  - Pexels
Einn sjúklingur lést á síðasta sólarhring á Landspítala vegna Covid-19. Þetta kemur fram á vef Landspítalans og vottar spítalinn aðstandendum samúð. Þetta er níundi einstaklingurinn sem lætur lífið á Íslandi. Sjö hafa látið lífið á Landspítalanum, einn á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða og einn á Heilbrigðisstofnun Norðurlands.
Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV