Lögreglan lýsir eftir konu á áttræðisaldri

16.04.2020 - 00:06
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Kristrúnu B. Jónsdóttur, 78 ára, til heimilis í Reykjavík, en síðast er vitað um ferðir hennar í Geitlandi síðdegis í dag á milli klukkan fimm og sex. UPPFÆRT: Kristrún er fundin, heil á húfi. Lögregla þakkar veitta aðstoð.

Kristrún er klædd í svartan mittisjakka með loðkraga, rauðar buxur og svarta húfu. Hún er með hliðartösku. Kristrún er alzheimersjúklingur. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Kristrúnar, eða vita hvar hún er niðurkomin, eru vinsamlegast beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112.

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi