Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Hjálmar á lokakvöldi Látum okkur streyma

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Hjálmar á lokakvöldi Látum okkur streyma

16.04.2020 - 08:48

Höfundar

Hljómsveitin Hjálmar kemur fram á Látum okkur streyma í kvöld. Tónleikunum verður útvarpað í beinni útsendingu á Rás 2 klukkan 20 og þá verður einnig hægt að horfa á streymi á vefsíðu RÚV. Tónleikarnir verða sýndir á RÚV 2 síðar í kvöld.

Hljómahöllin og Rokksafn Íslands standa fyrir tónleikaröðinni og tónleikarnir í kvöld eru þeir fjórðu og síðustu í bili. Áður hafa Ásgeir, Moses Hightower og GDRN komið fram og í kvöld leikur hljómsveitin Hjálmar. Það er sérlega viðeigandi enda á hljómsveitin sterkar rætur í Reykjanesbæ. Engir áhorfendur verða í salnum en öllum gefst þó kostur á að hlusta og horfa á tónleikana. Rás 2 verður með beina útsendingu sem hefst klukkan 20. Þá verður tónleikunum einnig streymt á vefnum og á Facebook-síðu Hljómahallarinnar. Klukkan 21.15 verða tónleikarnir sýndir í heild sinni á RÚV 2.

Hjálmar hafa verið með vinsælli hljómsveitum landsins um langt skeið. Fyrsta plata sveitarinnar, Hljóðlega af stað, sló samstundis í gegn þegar hún kom út árið 2004. Hljómsveitin hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi allar götur síðan. Nýjasta breiðskífa sveitarinnar, Allt er eitt, kom út árið 2019.

Tengdar fréttir

Tónlist

Röðin komin að GDRN á Látum okkur streyma

Tónlist

Látum okkur streyma með Moses Hightower

Tónlist

Rafrænir tónleikar Ásgeirs Trausta í kvöld