Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Verðhrun á hlutabréfum í Norwegian

14.04.2020 - 08:48
Erlent · Noregur · Evrópa
epa07439953 Norwegian Air Shuttle Boeing 737-8JP lands in Riga International Airport, Latvia 15 March 2019.  EPA-EFE/TOMS KALNINS
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Verð á hlutabréfum í flugfélaginu Norwegian lækkuðu um tugi prósenta í morgun, á fyrsta degi viðskipta eftir að stjórn félagsins kynnti tillögur um björgunaraðgerðir í síðustu viku. Þegar viðskipti höfðu einungis staðið í tuttugu mínútur hafði verðið lækkað um 60 prósent.

Fréttastofan Reuters segir að ef lánardrottnar og hluthafar fallist á tillögur stjórnarinnar verði skuldum Norwegian, að jafnvirði um 618 milljarða íslenskra króna, breytt í hlutafé, auk þess sem safnað verði nýju hlutafé sem rýra muni verðgildi hlutabréfa.