Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

AGS fellir niður skuldir fátækra ríkja

14.04.2020 - 06:19
epa08269367 International Monetary Fund Managing (IMF) Director Kristalina Georgieva participates in a joint press conference with World Bank Group President David Malpass (unseen) on the organizations response to the COVID-19 coronavirus outbreak at the IMF headquarters in Washington, DC, USA, 04 March 2020. The two international organizations have also changed their upcoming annual spring meetings to a virtual gathering due to the COVID-19 coronavirus outbreak.  EPA-EFE/ERIK S. LESSER
Kristalina Georgieva, yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Mynd: EPA-EFE - EPA
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykkti í gær að fella niður skuldir 25 fátækra ríkja til þess að létta á þeim vegna kórónuveirufaraldursins. Kristalina Georgieva, stjórnandi AGS, sagði í yfirlýsingu við það tilefni að þetta gefi ríkjunum tækifæri á að nýta sjóði sína í í þágu heilbrigðiskerfisins og annarra nauðsynja í baráttunni við veiruna. 

Ríkin eru öll í Afríku utan Afganistans, Jemens, Nepal og Haítí. Þá skoraði AGS ásamt Alþjóðabankanum á auðugri ríki að hætta að taka við lánagreiðslum frá fátækari ríkjum frá næstu mánaðamótum fram til júní á næsta ári.

Niðurfellingin verður fjármögnuð í gegnum hamfarasjóð AGS. Hann var stofnaður til þess að berjast gegn ebólufaraldrinum í vestanverðri Afríku árið 2015. Um 500 milljónir bandaríkjadala eru í sjóðnum. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV