Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykkti í gær að fella niður skuldir 25 fátækra ríkja til þess að létta á þeim vegna kórónuveirufaraldursins. Kristalina Georgieva, stjórnandi AGS, sagði í yfirlýsingu við það tilefni að þetta gefi ríkjunum tækifæri á að nýta sjóði sína í í þágu heilbrigðiskerfisins og annarra nauðsynja í baráttunni við veiruna.