Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Lögregla kom á heimilið áður konan fannst látin

Mynd með færslu
 Mynd:
Lögregla var kölluð að heimili í Hafnarfirði fimm klukkustundum áður en kona fannst þar látin. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Sonur konunnar er grunaður um að hafa ráðið henni bana. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn staðfestir þetta í samtali við Stöð 2. Málið hefur verið tilkynnt til héraðssaksóknara.

Fram kemur í frétt Vísis að lögreglan hafi verið kölluð að heimilinu vegna ástands mannsins sem grunaður er um að hafa ráðið móður sinni bana. Karl Steinar segir að ekki hafi verið lagaskilyrði fyrir því að fjarlægja manninn af heimilinu í fyrra útkallinu.