Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Vopnahléi lýst yfir vegna kórónuveirufaraldursins

08.04.2020 - 20:12
epa08351514 Yemenis walk through a market amid concerns over the spread of the coronavirus COVID-19, in the old quarter of Sanaa, Yemen, 08 April 2020. Countries around the world are taking increased measures to stem the widespread of the SARS-CoV-2 coronavirus which causes the Covid-19 disease.  EPA-EFE/YAHYA ARHAB
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Hernaðarbandalag sem Sádi arabar leiða í Jemen lýsti einhliða yfir tveggja vikna vopnahléi í Jemen frá og með morgundeginum vegna kórónuveirufaraldursins. AFP fréttastofan hefur eftir háttsettum embættismanni í Sádi Arabíu að búist sé við því að uppreisnarsveitir Húta fallist á vopnahléð.

Vopnahléið tekur að óbreyttu gildi klukkan níu í fyrramálið að íslenskum tíma. 

Hingað til hefur enginn greinst með sjúkdóminn í Jemen. Hjálparstofnanir óttast hins vegar að um leið og veiran kemur til landsins eigi hún eftir að hafa hrikaleg áhrif. Ástandið í mannúðarmálum í Jemen er nú þegar það versta í heiminum að mati Sameinuðu þjóðanna.

 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV