Hernaðarbandalag sem Sádi arabar leiða í Jemen lýsti einhliða yfir tveggja vikna vopnahléi í Jemen frá og með morgundeginum vegna kórónuveirufaraldursins. AFP fréttastofan hefur eftir háttsettum embættismanni í Sádi Arabíu að búist sé við því að uppreisnarsveitir Húta fallist á vopnahléð.