Umtalsverð fjölgun tilkynninga til barnaverndar í mars

Mynd með færslu
 Mynd: Kveikur - RÚV
Tilkynningum til Barnaverndar Reykjarvíkur fjölgaði umtalsvert í seinni hluta marsmánaðar, eftir fáar tilkynningar framan af mánuði. Tölurnar sýna marktæka aukningu í tilkynningum frá almenningi.

Tilkynningar í mars 2020:

  • 11 tilkynningar frá börnum, en þær hafa verið á bilinu 1-3 í marsmánuði undanfarin ár.
  • 60 tilkynningar frá nágrönnum/almennum borgurum, en þær hafa verið á bilinu 22-39 undanfarin ár
  • 21 tilkynning um heimilisofbeldi, en að meðaltali berast um 18 tilkynningar um heimilisofbeldi í hverjum mánuði
  • 71 tilkynning þar sem barn var í yfirvofandi hættu, en þær hafa verið á bilinu 28-42 í marsmánuði undanfarin ár

Í tilkynningu frá Barnavernd Reykjavíkur segir að tölurnar endurspegli það að opin umræða um þróun mála og nauðsyn þess að börn og ábyrgt fólk í nærumhverfi barna komi ábendingum til barnaverndar hefur farið víða síðustu vikur. 

„Það má því til sanns vegar færa að almenningur taki hvatninguna „Við erum öll barnavernd“ alvarlega og af ábyrgð,“ segir í tilkynningunni.
 

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi