Fellibylurinn Harold yfir Vanúatú. Mynd: EPA-EFE - NASA EARTH OBSERVATORY
Fellibylurinn Harold er kominn að Fiji-eyjum á Kyrrahafi eftir að hafa skilið eftir sig slóð eyðileggingar á Salómonseyjum og Vanúatú. Vindhraði minnkaði heldur í nótt þannig að Harold telst nú fjórða stigs fellibylur.
Tuttugu og sjö fórust þegar Harold fór yfir Salómonseyjar í síðustu viku og í gær lagði hann bæinn Luganville, næst stærsta bæinn á Vanúatú, nánast í rúst. Þá segja hjálparstarfsmenn loftmyndir sýna að bærinn Melsisi á eynni Pentecost hafi nánast jafnast við jörðu.
Spár gera ráð fyrir að Harold verði kominn að eyríkinu Tonga á morgun og verði þá enn fjórða stigs fellibylur.