Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Slóð eyðileggingar eftir fellibylinn Harold

08.04.2020 - 08:59
epa08348022 A handout picture made available by the National Aeronautics and Space Administration (NASA) shows a satellite nighttime image of Tropical Cyclone Harold approaching Espiritu Santo, Vanuatu's largest island, 05 April 2020 (issued 07 April 2020). On 06 April 2020, residents of Vanuatu woke up to devastating winds and heavy rains as Tropical Cyclone Harold made landfall on the Pacific island nation. The category 5 storm with sustained winds of approximately 215 kph near its center, is one of the strongest storms ever to hit the small island nation. Harold ripped roofs off of buildings, caused heavy flooding, and cut communication lines on the country's largest two islands, media reported.  EPA-EFE/NASA EARTH OBSERVATORY HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
Fellibylurinn Harold yfir Vanúatú. Mynd: EPA-EFE - NASA EARTH OBSERVATORY
Fellibylurinn Harold er kominn að Fiji-eyjum á Kyrrahafi eftir að hafa skilið eftir sig slóð eyðileggingar á Salómonseyjum og Vanúatú. Vindhraði minnkaði heldur í nótt þannig að Harold telst nú fjórða stigs fellibylur.

Tuttugu og sjö fórust þegar Harold fór yfir Salómonseyjar í síðustu viku og í gær lagði hann bæinn Luganville, næst stærsta bæinn á Vanúatú, nánast í rúst. Þá segja hjálparstarfsmenn loftmyndir sýna að bærinn Melsisi á eynni Pentecost hafi nánast jafnast við jörðu.

Spár gera ráð fyrir að Harold verði kominn að eyríkinu Tonga á morgun og verði þá enn fjórða stigs fellibylur.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV