Saksóknari tekur sæti Þorsteins

08.04.2020 - 08:59
Mynd með færslu
 Mynd: Viðreisn - Mynd
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, lögfræðingur og sakskóknari hjá ríkissakskóknara, tekur þingsæti Þorsteins Víglundssonar fyrir Viðreisn eftir páska.

Þorsteinn sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem hann greindi frá því að hann hefði ákveðið að segja af sér þingmennsku og varaformennsku í Viðreisn frá og með 14. apríl. Hann hyggst hverfa aftur til starfa í atvinnulífinu. 

Þorbjörg Sigríður var aðstoðarmaður Þorsteins þegar hann gegndi embætti félags- og jafnréttismálaráðherra.

„Auðvitað er síðan sérstakt að taka sæti á Alþingi með þau verkefni sem koma í kjölfar þess að faraldur er að breyta heiminum. Mér hefur fundist samstaða og samkennd einkenna fyrstu skref. Og ætla að leggja mitt af mörkum með þessi stef að leiðarljósi og frjálslyndar áherslur Viðreisnar,“ er haft eftir Þorbjörgu í tilkynningu frá Viðreisn.

Þórhildur Þorkelsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi