Risapöndupar nýtir samkomubann til ástarleikja

08.04.2020 - 05:35
Erlent · Asía · Dýralíf · Hong Kong · Pöndur
epa08349632 A handout photo made available by Hong Kong's Ocean Park shows giant pandas Ying Ying and Le Le at Ocean Park in Hong Kong, China, 06 April 2020 (issued 08 April 2020). The two giant pandas mated successfully for the first time after repeated failures and a miscarriage in the past 10 years.  EPA-EFE/OCEAN PARK HANDOUT HONG KONG OCEAN PARK HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
BEST QUALITY AVAILABLE HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - OVEAN PARK
Miðaldra risapöndupar í skemmtigarði í Hong Kong nýtur greinilega friðsins sem það fær á meðan útgöngubann er í borginni. Parið stundaði í fyrsta sinn kynmök síðan þau voru flutt í garðinn árið 2007. 

Síðan þau Ying Ying og Le Le voru flutt í Ocean Park skemmtigarðinn í Hong Kong hafa tilraunir starfsmanna til þess að fá þær til að stunda kynlíf hlotið lítinn hljómgrunn meðal risapandanna. Þær fá enda lítinn frið fyrir hundruðum gesta á hverjum degi. Óþolinmóðir vísindamenn tóku sæði úr Le Le og reyndu að frjóvga egg Ying Ying, en engir komu húnarnir. 

Líkt og flestum öðrum opinberum stöðum var garðinum lokað seint í janúar. Eftir rúmlega tveggja mánaða samveru án utanaðkomandi áreitis hefur parið sýnt viðleitni til ástarleikja. Guardian hefur eftir fréttatilkynningu stjórnanda dýragarðsins, Michael Boos, að risapöndurnar hafi sýnt hvorri annarri meiri alúð í faðmlögum sínum á mánudagsmorgun en áður. Sama dag létu þau svo loks undan og hófu samfarir, við mikla gleði stjórnenda garðsins. 

Of snemmt er að segja til um hvort kynlífið hafi borið ávöxt. Dýralæknar segja hormónasveiflur og breytingar á hegðun geta gefið vísbendingar seinni partinn í júní. Því er ekki haldið fram í fréttatilkynningunni að minna áreiti hafi minnkað streitu dýranna og þannig leyft þeim að njóta samneytisins betur. Heldur er sagt að kynmökin séu margra ára kennslu og þjálfun að þakka.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi