„Höfum náð toppnum miðað við stöðuna í dag“

08.04.2020 - 15:06
Mynd með færslu
 Mynd: Lögreglan
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að Ísland hafi náð toppnum í kórónuveiru-faraldrinum. Nú eru þeir orðnir fleiri sem hefur batnað af COVID-19 en þeir sem greinast með nýsmit. Hann segir að faraldurinn sé því á niðurleið. En staðan geti þó breyst hratt ef það verða nýjar hópsýkingar. „En ég held að við getum glaðst yfir þeirri stöðu sem er núna,“ segir Þórólfur.

Á upplýsingafundi Almannavarna í dagði Þórólfur frá því að núna væru 42 væru á sjúkrahúsi. 38 af þeim eru á Landspítalanum og fjórir á Sjúkrahúsinu á Akureyri.  Ellefu eru á gjörgæslu. Níu af þeim eru á Landspítalanum.  Sjö eru í öndunarvél,  þar af einn á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Enginn hefur dáið úr COVID-19 síðasta sólarhring.

Tvo daga í röð eru þeir fleiri sem hefur batnað en þeir sem hafa greinst með sýkinguna. Þórólfur segir að þetta sýni að Íslandi hafi náð toppnum eins og staðan er núna. Samt sem áður þarf að fylgjast vel með því hvernig faraldurinn þróast og breytist. Það gætu komið upp fleiri hópsýkingar.

Nú er verið að vinna í að ákveða hvernig er best að hætta samkomubanninu. Það verður þó ekki sagt frá því hvernig það verður gert fyrr en seinna, jafnvel eftir páska. Bannið verður samt áfram í gildi til 4. maí.

Alma Möller, landlæknir, segir að allir í heilbrigðis-kerfinu verði að vinna saman til að ná sem bestum árangri. Þótt færri smitist núna verði mikið álag á sjúkrahúsunum í viku til tíu daga í viðbót. Hún sendi hlýjar kveðjur á fundinum til allra sem vinna á spítölum og heilsugæslu og minnti þá á að hugsa vel um sig.

Hún hvatti líka virka blóðgjafa til að gefa blóð eftir páska og minnti á að það væri líka opið í Blóðbankanum í dag.

 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi