Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Búningarnir úr Chernobyl nýtast heilbrigðisstarfsfólki

07.04.2020 - 22:33
Mynd: Chernobyl / HBO
Geislavarnarbúningarnir úr sjónvarpsþáttunum Chernobyl hafa nú fengið nýtt hlutverk. Framleiðendur búninganna gáfu þá til heilbrigðisstarfsfólks í Evrópu sem nota þá til varnar kórónuveirunni.

Þegar heimsbyggðin tekst saman á við kórónuveirufaraldurinn leggjast allir á eitt. Þannig hafa mörg nýtt kunnáttu sína á saumavélar til framleiða ýmiss konar hlífðarklæðnað fyrir heilbrigðisstarfólk. Þeirra á meðal er starfsfólk búningafyrirtækisins Peris Costumes. 

Peris Costumes hefur komið að hönnun margra fjölmargra búninga í kvikmyndasögunni. Í búningageymslum fyrirtækisins kennir því ýmissa grasa. Þar má finna ýmsan þekktan klæðnað úr kvikmyndasögunni. Hann er þó misskjólgóður og nýtist þar af leiðandi misvel sem sem vernd gegn mögulegu kórónuveirusmiti. Þannig er ekki víst að búningarnir úr kvikmyndinni Troy komi að sérlega góðum notum. 

Það gerir hins vegar hlífðarfatnaður úr sjónvarpsþáttunum Chernobyl. Þættirnir fjalla sem kunnugt er um slysið í kjarnorkuverinu í Tsjernobyl árið 1986 og eru mörgum landsmönnum vel kunnir vegna margverðlaunaðrar tónlistar Hildar Guðnadóttur í þeim. 

Hlífðarfatnaður úr þáttunum hefur nú verið gefinn heilbrigðisstarfsfólki á Spáni og víðar í Evrópu, auk þess sem meira af þessu tagi verður framleitt á vegum fyrirtækisins. 
 

 

Birta Björnsdóttir
Fréttastofa RÚV