Búið er að afboða komu 26 skemmtiferðaskipa, sem áður höfðu skráð komu sína til Reykjavíkur. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, greindi frá þessu í viðtali í síðdegisþætti Bylgjunnar í dag. Fyrsta skip ársins kom til landsins í mars, en koma næsta skips er skráð 21. maí. Óvíst er þó að það komi.