Yfir 100 staðfest smit í Eyjum

06.04.2020 - 18:17
Mynd með færslu
 Mynd:
Fjöldi þeirra Vestmannaeyinga sem greinst hafa með kórónuveiruna er kominn yfir 100, eftir að sjö til viðbótar greindust með COVID-19 sjúkdóminn síðasta sólarhringinn. 

Af þessum sjö voru fjórir þegar í sóttkví. Alls hafa nú 102 greinst í Eyjum, en 17 hafa náð bata. Nú eru 211 einstaklingar í sóttkví.

Von er á síðustu niðurstöðum úr sýnatöku Íslenskrar erfðagreiningar á morgun. Í tilkynningu frá aðgerðastjórn í Eyjum segir að enn er brýnt fyrir Eyjamönnum að fara að öllum reglum. Því er beint til fólks að senda aðeins einn fjölskyldumeðlim í matvöruverslanir til að takmarka fjölda þeirra sem þar ganga um. 

Þá er sérstaklega minnt á þá reglu sóttvarnalæknis að allt íþróttastarf er óheimilt.

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi