Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Snjóflóð úr Norðureyrarhlíð

06.04.2020 - 11:40
Mynd með færslu
 Mynd: Elsa María Guðlaugs Drífudót - RÚV
Tvö snjóflóð féllu úr Norðureyrarhlíð við Súgandafjörð í morgun. Hluti snjóflóðanna gekk í sjó fram. Við það myndaðist flóðbylgja sem gekk yfir fjörðinn og skall á sjóvarnagörðum hinum megin fjarðarins.

Harpa Grímsdóttir, fagstjóri ofanflóðavár, segir að snjóflóð hafi fallið í morgun og valdið flóðbylgju. Snjóflóðin voru þó miklu minni en snjóflóðin á sömu slóðum í janúar. 

Farið er að hlýna og hlána á Vestfjörðum. Enn er í gildi óvissustig vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum. Reitur með iðnaðarsvæði á Ísafirði hefur verið rýmdur sem og einn sveitabær. Þá er móttaka Funa lokuð vegna snjóflóðahættu. Harpa segir þó vonir bundnar við að staðan batni þegar líður á daginn.

Einnig hafa borist fréttir af snjóflóðum í Skutulsfirði og Dýrafirði sem stöðvuðust í miðjum hlíðum eða hlíðarfæti. 

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV