
Páskakanínan og í tannálfurinn í framvarðarsveitinni
Fyrsta kórónuveirusmitið í Nýja-Sjálandi var greint 28. febrúar síðastliðinn, sama dag og hér á Íslandi. 911 hafa greinst sýktir af veirunni og 176 hefur batnað. Aðeins eitt dauðsfall hefur verið rakið til COVID-19 sjúkdómsins. Stjórnvöld þar í landi hafa gripið til útgöngubanns í öllu landinu.
„Ef páskakanínan kemst ekki heim til ykkar þá verðum við að skilja að það gæti orðið erfitt fyrir hana að komast út um allt,“ sagði Ardern á blaðamannafundi eftir ríkisstjórnarfund í dag. „En ef kanínan kemst ekki til ykkar getur verið snjallt að skipuleggja ykkar eigin eggjaleit.“
Í hinum enskumælandi heimi er það siður að skreyta egg á páskum og senda börn í eggjaleit. Ardern hefur hvatt börn sem þegar hafa sett bangsa út í glugga að mála páskaegg og setja þau í gluggann með bangsanum.