Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Páskakanínan og í tannálfurinn í framvarðarsveitinni

06.04.2020 - 14:07
epa08341071 Chocolate Easter Bunny wearing mouth mask called 'Lapinou Solidaire' and 'Lapinou Confined', made by artisan chocolate maker Genevieve Trepant works on at Cocoatree, a craft chocolate workshop in Lonzee, Belgium, 03 April 2020. Genevieve closed her shop at the start of coronavirus disease. Now, she is launching two operations of solidarity. people can be buy a 'Lapinou Confined' online and the money will go the King Baudouin Foundation to buy protective equipment to the Namur Hospital Network. And second the 'Lapinou Solidaire' will be delivered to front line staff in the hospitals of the region.  EPA-EFE/OLIVIER HOSLET  ATTENTION: This Image is part of a PHOTO SET
 Mynd: EPA
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur skilgreint páskakanínuna og tannálfinn þar sem mikilvægar starfsstéttir í kórónaveirufaraldrinum. Hún leggur þó áherslu á að fólk stilli væntingar sínar um að þessir gleðigjafar láti sjá sig, enda getur það reynst þeim erfitt komast leiðar sinnar á tímum útgöngubanns í Nýja-Sjálandi.

Fyrsta kórónuveirusmitið í Nýja-Sjálandi var greint 28. febrúar síðastliðinn, sama dag og hér á Íslandi. 911 hafa greinst sýktir af veirunni og 176 hefur batnað. Aðeins eitt dauðsfall hefur verið rakið til COVID-19 sjúkdómsins. Stjórnvöld þar í landi hafa gripið til útgöngubanns í öllu landinu.

„Ef páskakanínan kemst ekki heim til ykkar þá verðum við að skilja að það gæti orðið erfitt fyrir hana að komast út um allt,“ sagði Ardern á blaðamannafundi eftir ríkisstjórnarfund í dag. „En ef kanínan kemst ekki til ykkar getur verið snjallt að skipuleggja ykkar eigin eggjaleit.“

Í hinum enskumælandi heimi er það siður að skreyta egg á páskum og senda börn í eggjaleit. Ardern hefur hvatt börn sem þegar hafa sett bangsa út í glugga að mála páskaegg og setja þau í gluggann með bangsanum.