Líkur á að lýst verði yfir neyðarástandi

06.04.2020 - 09:18
Erlent · Asía · COVID-19 · Japan · Kórónuveiran
epa08345073 Office workers wearing protective masks to avoid infection from the coronavirus walk to their offices after taking overcrowded commuter trains, at a railway station in central Tokyo, Japan, 06 April 2020. Japanese Prime Minister Shinzo Abe is expected to declare the state of emergency on 07 April 2020 over the COVID-19 and coronavirus outbreak.  EPA-EFE/KIMIMASA MAYAMA
Fólk á leið til vinnu í Tókýó í morgun. Mynd: EPA-EFE - EPA
Vaxandi líkur eru á því að lýst verði yfir neyðarástandið í Japan vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta sögðu japanskir fjölmiðlar í morgun.

Ráð sérfræðinga hefði komið saman í morgun til að ræða ástandið og ætli forsætisráðherra Shinzo Abe að ræða við það um stöðu mála og líklega svo að lýsa yfir neyðarástandi seinna í dag, á morgun eða miðvikudag.

Í Japan hafa ríflega 3.600 greinst smitaðir af kórónuverirunni, en 85 hafa dáið úr COVID-19. Sérfræðingar segja að þótt  það teljist ekki mikið í samanburði við mörg önnur ríki, geti þróunin snúist á verri veg. Það kunni að hafa alvarlegar afleiðingar ef smitum og dauðsföllum fjölgi verulega í Japan.

Að sögn fjölmiðla er japanskur almenningur fylgjandi hertum aðgerðum til að reyna að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi