Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Hróarskelduhátíðin slegin af

epa07697391 Oliver Sykes of British band Bring Me the Horizon (BMTH) performs on the Orange stage during the Roskilde Festival, in Roskilde, Denmark, 05 July 2019. The festival runs from 29 June to 06 July.  EPA-EFE/Helle Arensbak  DENMARK OUT
 Mynd: EPA - RÚV

Hróarskelduhátíðin slegin af

06.04.2020 - 23:50

Höfundar

Það lítur ekkert út fyrir að það verði af hinni árlegu Hróarskelduhátíð í ár. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dana, tilkynnti í kvöld hvernig aðgerðir sem gripið hefur verið til vegna kórónuveirufaraldursins verða afnumdar að nýju. Í tilkynningu frá ráðherranum kemur fram að bann við að halda stórar samkomur gildir út ágúst.

Þessi yfirlýsing forsætisráðherrans varð til þess að aðstandendur Hróarskelduhátíðarinnar sendu frá sér yfirlýsingu um að hátíðinni í ár yrði aflýst. Áformað var að hátíðin færi fram 27. júní til 4. júlí. 

Áætlun danskra stjórnvalda um hægfara afnám aðgerðanna felur meðal annars í sér að leikskólabörn og yngstu börn í grunnskólum í Danmörku geta farið í skólann strax eftir páska.

Forsætisráðherrann hefur þó sagt að ef vísbendingar verði um að smitum fjölgi á ný, þá verði að endurhugsa afnám aðgerðanna.