Þessi yfirlýsing forsætisráðherrans varð til þess að aðstandendur Hróarskelduhátíðarinnar sendu frá sér yfirlýsingu um að hátíðinni í ár yrði aflýst. Áformað var að hátíðin færi fram 27. júní til 4. júlí.
Áætlun danskra stjórnvalda um hægfara afnám aðgerðanna felur meðal annars í sér að leikskólabörn og yngstu börn í grunnskólum í Danmörku geta farið í skólann strax eftir páska.
Forsætisráðherrann hefur þó sagt að ef vísbendingar verði um að smitum fjölgi á ný, þá verði að endurhugsa afnám aðgerðanna.