Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Hellingur af Heimalanda

Mynd: . / RÚV/Landinn

Hellingur af Heimalanda

06.04.2020 - 14:45

Höfundar

Það er óhætt að segja að áhorfendur hafi brugðist feikna vel við beiðni Landans um sögur og myndskeið af óvenjulegum aðstæðum á óvenjulegum tímum. Efnið bókstaflega streymir inn.

Fyrsti skammturinn af Heimalanda var afgreiddur aftur til áhorfenda í Landanum á sunnudag og þar kenndi ýmissa grasa. Við sáum flughermi í bílskúr, ýmsar útfærslur af íþróttaæfingum á heimilum og í görðum, sauðburð og margbreytileg tónlistaratriði svo dæmi séu tekin.