Forsætisráðherra Breta kominn á gjörgæsludeild

06.04.2020 - 19:26
epa08272461 British Prime Minister Boris Johnson attends a panel event and reception to mark International Women's Day in 10 Downing Street, Central London, Britain, 05 March 2020.  EPA-EFE/WILL OLIVER / POOL
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, er kominn á gjörgæsludeild. Eins og fram hefur komið er hann með staðfest COVID-19 smit. Greint var frá því í gærkvöldi að Boris var lagður inn á sjúkrahús til rannsókna en hann greindist smitaður fyrir tíu dögum. Þá var hann með háan hita og hósta.

Talsmaður Borisar sagði í gær að það væri varúðarráðstöfun samkvæmt læknisráði að leggja hann inn á spítala. Boris skrifaði færslu á Twitter í dag þar sem hann sagðist vera í sambandi við starfsfólk sitt og unnið væri að því í sameiningu að draga úr áhrifum veirunnar. Í kvöld var hann svo færður á gjörgæsludeildina. 

Dominic Raab, utanríkisráðherra Breta, gegnir stöðu forsætisráðherra á meðan Boris er frá störfum vegna veikinda. 

 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi