Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Daði Freyr slær í gegn

06.04.2020 - 11:57
Mynd með færslu
 Mynd: Myndband - .
Þótt hætt hafi verið við Eurovision er ekki öll von úti enn. 16. maí verður sýndur skemmtiþáttur tileinkaður Eurovision lögunum þar sem Daði Freyr kemur fram.

Aðstandendur Eurovision tilkynntu að þátturinn verður sýndur 16. maí, daginn sem átti að halda keppnina. Daða og Gagnamagninu, ásamt öðrum keppendum í ár er boðið að koma fram en það verður ekki kosning.

Stefnt er á að Eurovision fari fram samkvæmt áætlun á næsta ári. Daði og Gagnamagnið mega keppa fyrir hönd Íslands þá en þyrftu reyndar að leggja fram nýtt lag.

Lagið hans í ár hefur samt vakið mikla athygli víða um allan heim og lifir í raun góðu lífi utan Eurovision. Fjölmargir deila laginu á samfélagsmiðlum og semja jafnvel sín eigin dansspor við það.

Jóhannes Ólafsson