Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Boris Johnson lagður inn á sjúkrahús

05.04.2020 - 20:34
epa08281898 British Prime Minister Boris Johnson speaks during a news conference inside number 10 Downing Street in London, Britain, 09 March 2020. Johnson's spokesman said both the government and Bank of England are ready to take action to bolster the economy if needed.  EPA-EFE/JASON ALDEN / POOL
Búist er við að Boris Johnson boði stefnubreytingu í baráttunni við kórónaveiruna. Mynd: EPA-EFE - Bloomberg
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands hefur verið lagður inn á sjúkrahúsi til rannsókna en hann greindist með COVID-19 smit fyrir tíu dögum. Talsmaður hans segir að þetta sé varúðarráðstöfun samkvæmt læknisráði. Johnson sé með þrálát einkenni kórónuveirunnar, þar á meðal háan hita.

Alls hafa 4.934 látið lífið úr sjúkdómnum á Bretlandseyjum. 

Elísabet Bretlandsdrottning hvatti landsmenn til samstöðu í ávarpi sem sjónvarpað var í kvöld. Þá þakkaði hún þjóðinni fyrir að fylgja fyrirmælum um að halda sig heima og heilbrigðisstarfsmönnum og öðru lykilfólki fyrir að standa vaktina til að tryggja að allt geti færst aftur í eðlilegt horf. 

 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV