Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Gular viðvaranir í gildi fyrir stóran hluta landsins

04.04.2020 - 07:59
Mynd með færslu
 Mynd: Veðurstofa Íslands - Vedur.is
Það verður vaxandi norðaustanátt í dag, 15-25 m/s eftir hádegi og hvassast undir Eyjafjöllum og í Öræfum. Gular vindviðvaranir eru í gildi fyrir sunnan- og vestanvert landið í dag og á morgun. Þetta kemur fram í textaspá frá Veðurstofu Íslands.

„Það verða víða él en úrkomulítið á suðvestanverðu landinu, og frostið verður yfirleitt 0 til 10 stig að deginum, kaldast í innsveitum norðanlands. Það bætir í vind og ofankomu í kvöld og nótt, víða norðaustan stormur eða rok og hríðarveður á morgun, og eru líkur á að færð geti spillst í flestum landshlutum. Það hlýnar með deginum, og síðdegis verður úrkoman orðin að rigningu um landið sunnan- og austanvert. Seint á morgun og aðfaranótt mánudags dregur svo úr vindi á öllu landinu,“ segir í spánni.

johann's picture
Jóhann Bjarni Kolbeinsson
Fréttastofa RÚV