Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Boris Johnson verður áfram í einangrun

03.04.2020 - 13:42
epa08272461 British Prime Minister Boris Johnson attends a panel event and reception to mark International Women's Day in 10 Downing Street, Central London, Britain, 05 March 2020.  EPA-EFE/WILL OLIVER / POOL
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er enn ekki búinn að jafna sig eftir að hann smitaðist af COVID-19. Hann hefur verið í einangrun í eina viku og segist á Twitter þurfa að vera í henni enn um sinn. Hann sé enn með hita, en finnist heilsan vera að batna.

Þrátt fyrir veikindin hefur Boris Johnson verið við störf og meðal annars stýrt ríkisstjórnarfundi með fjarfundarbúnaði.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sneri aftur til starfa í dag eftir að hafa verið heima í sóttkví í hálfan mánuð. Hún sinnti öllum skyldustörfum að heiman meðan á sóttkvínni stóð.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV