Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Sögugjöf á degi barnabókarinnar

Mynd: RÚV / RÚV

Sögugjöf á degi barnabókarinnar

02.04.2020 - 09:43

Höfundar

Íslandsdeild IBBY gefur samkvæmt venju smásögu til allra barna á Íslandi hvar sem þau eru á landinu. Í ár skrifaði Gunnar Theodór Eggertsson rithöfundur smásöguna Haugurinn sem hann les fyrir börnin.

Á hverju ári á degi barnabókarinnar er ný íslensk smásaga frumflutt samtímis í öllum grunnskólum landsins.  IBBY samtökin á Íslandi skipuleggja þennan viðburð en það eru rúmlega 40.000 grunnskólanemar sem hlýða á söguna. Höfundur smásögunnar flytur hana í útvarpinu á Rás 1  svo landsmenn allir geta einnig fylgst með.

Tilgangurinn er að fagna degi barnabókarinnar með notalegri sögustund og vekja um leið athygli á sameiningarmætti skáldskaparins. Með því að flytja söguna fyrir mörg þúsund lesendur í einu er mögulegt að skapa bókmenntaumræðu sem nær til samfélagsins alls.

Gunnar Theodór Eggertsson semur smásöguna í ár. Hægt er að hlusta á lestur hans hér fyrir ofan.