Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Smitrakningarforrit aðgengilegt í iPhone og Android

02.04.2020 - 15:59
Mynd með færslu
 Mynd: Adrienn - Pexels
Smitrakningarforritið sem almannavarnir og landlæknir hafa látið hanna er orðið algengilegt, bæði fyrir iPhone og Android síma. Forritið á að hjálpa til við að greina ferðir einstaklinga sem smitast af COVID-19 eða ef grunur leikur á smiti. Með forritinu á að vera hægt að rekja ferðir fólks saman við ferðir annarra.

Á upplýsingasíðu um forritið segir að gögnum um staðsetningu fólks verði safnað nokkrum sinnum á klukkustund. Þau verða vistuð í fjórtán daga og eldri gögnum eytt. Fólk sem setur forritið upp í síma sínum þarf að veita samþykki sitt áður en forritið byrjar að safna gögnum um ferðir þess. Ef fólk greinist með COVID-19 getur rakningateymi almannavarna beðið fólk að dreila gögnunum með þeim. Smitrakningateymið getur ekki sótt gögnin án samþykkis þess sem setti forritið upp.

Á upplýsingasíðunni segir að því fleiri sem sæki appið því betri og skilvirkari verði upplýsingarnar sem hægt er að vinna úr því.

Hér má nálgast appið fyrir iPhone.

Hér má nálgast appið fyrir Android.