Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Meira en 20.000 smit greind í Rómönsku-Ameríku

02.04.2020 - 09:52
epa08335200 Members of the Brazilian army disinfect public hospitals, in Brasilia, Brazil, 31 March 2020. Members of the Joint Planalto Command disinfected the external areas of the Asa Norte Regional Hospital (Hran) and the Brasilia Base Hospital this Tuesday morning. On Monday, the Health Minister Luiz Henrique Mandetta said at a press conference with four other members of President Jair Bolsonaro's cabinet held at the Planalto Presidential Palace, that the Government will initiate a new 'expanded' coordination model for actions against coronavirus.  EPA-EFE/Joedson Alves
Sótthreinsun vegna kórónuveirunnar í Brasilíu. Mynd: EPA-EFE - EFE
Meira en 20.000 hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni í Rómönsku-Ameríku og ríkjum við Karíbahaf samkvæmt tölum sem birtar voru í gær. Hafði þá fjöldi greindra smita tvöfaldast á fimm dögum.

Fyrsta smitið sem greindist í Rómönsku-Ameríku var í Brasilíu 26. febrúar. Þar hafa greinst hátt í sex þúsund tilfelli og meira en 200 hafa dáið úr COVID-19 sjúkdómnum.

Þorri ríkja hefur gripið til ráðstafana til að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar þar á meðal lokað landamærum og innleitt samkomubann, en samkvæmt fréttastofunni AFP hefur ekki verið gripið til slíkra aðgerða í Níkaragva. Þar hafa fimm greinst smitaðir, en einn dáið.

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðastofnunin um fólksflutninga hafa lýst yfir miklum áhyggjum af flóttafólki frá Venesúela, en nærri fimm milljónir manna hafa flúið þaðan undanfarin ár vegna ótryggs ástands í landinu.