Hviður gætu náð 40 metrum á sekúndu á laugardag

02.04.2020 - 18:01
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland, Suðausturland og miðhálendið sem gildir fyrir stærstan hluta laugardags. Þá er von á miklu hvassviðri á þessu svæði. Þá er spáð norðaustanhvassviði eða -stormi um helgina með snjókomu og hríðarveðri í flestum landshlutum.

Viðvörunum tekur gildi klukkan 05 á Suðausturlandi, en þar er gert ráð fyrir austan 15-23 m/s og hviðum að 35 m/s undir Eyjafjöllum og austur í Mýrdal. Líkur á snjókomu eða skafrenningi og því gæti skyggni orðið lítið og færð því farið versnandi.

Viðvörunin tekur svo gildi á suðausturlandi klukkan 10. Þar er gert ráð fyrir norðaustan 18-25 m/s með hviðum að 40 m/s í Öræfum og í Mýrdal. Líkur á snjókomu eða skafrenningi og sums staðar lítið skyggni og versnandi akstursskilyrði.

Klukkan 12 tekur viðvörunin svo gildi á miðhálendinu, en þar verður ekkert ferðaveður með norðaustanhríð, 18-25 m/s. 

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi