Geðheilsan má ekki gleymast í faraldrinum

02.04.2020 - 09:08
Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar. - Mynd: RÚV / RÚV
Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar óttast að geðheilsa og málefni geðsjúkra gleymist í því ástandi sem nú ríkir, með heimsfaraldri COVID-19 og efnahagssamdrættinum sem fylgir. Grímur sagðist í morgunþætti Rásar 1 og Rásar 2 hafa meiri áhyggjur af stöðunni utan höfuðborgarsvæðisins og nefnir Vestfirði sem dæmi.  

„Þar eru einstaklingar sem eru veikir og eru með andlegar áskoranir. Þar er staða þeirra mjög erfið núna. Núna eru komnar hertar aðgerðir og maður finnur það að þetta fólk leitar til okkar. Almenningur fyrir vestan er ekkert að tala um að auka geðheilbrigði,“ segir Grímur.

Grímur rifjar upp að þegar hann ólst upp í Kópavogi hafi bæjaryfirvöld þar ekki haft í forgangi að malbika götur heldur hafi áherslan verið lögð á að byggja leikskóla.  Það þyrfti svipaðan hugsunarhátt núna.  

„Þetta var svona hugmynd og það voru allir sáttir við það að vera ekki að malbika Ásbrautina hedlur var byggður leikskóli einhvers staðar. Förum í þetta. En ég er ekki að gera lítið úr því að það er atvinnuleysi,“ segir Grímur.  

 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi