Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Duterte hótar að beita hörku

02.04.2020 - 09:00
epa08333366 A handout photo made available by the Presidential Photographers Division (PPD) shows Philippine President Rodrigo Duterte speaking during a nationwide address inside Malacanang presidential palace in Manila, Philippines, on 30 March 2020 (issued on 31 March 2020). Duterte announced on 30 March a 200-billion Philippine Peso (3.9 billion US dollar) economic aid package to assist informal sector workers and people whose income has dried up amid the COVID-19 pandemic.  EPA-EFE/KING RODRIGUEZ/ HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja. Mynd: EPA-EFE - PPD
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur fyrirskipað öryggissveitum að skjóta þá sem ekki virða reglur um ferða- og samkomubann vegna kórónuveirufaraldursins.

Um helmingur landsmanna er í sóttkví og eru í þeim hópi milljónir manna sem misst hafa lífsviðurværi sitt vegna aðgerðanna.

Skömmu áður en forsetinn boðaði hertar ráðstafanir gegn þeim sem brytu gegn banninu hafði á annan tug manna verið handtekinn í höfuðborginni Manila fyrir að mótmæla matarskorti og bágum aðstæðum.

Meira en 2.300 hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni á Filippseyjum, en hátt í 100 hafa látist úr COVID-19 sjúkdómnum.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV