Daði Freyr talar í beinni frá Berlín í Núllstillingunni

Daði Freyr talar í beinni frá Berlín í Núllstillingunni

02.04.2020 - 13:33
Núllstilling, nýr spjallþáttur úr smiðju RÚV núll, er á dagskrá í beinni útsendingu frá 14 til 16 á RÚV 2 og í spilaranum í dag. Þátturinn er á dagskrá alla virka daga á meðan samkomubanni stendur og er sendur út frá sviði Eldborgar í Hörpu.

Meðal gesta í dag er enginn annar en Daði Freyr sem talar í beinni frá Berlín þar sem hann býr. Daði og lagið hans, Think about things, hefur vakið gífurlega athygli upp á síðkastið þrátt fyrir að það fái ekki að vera fulltrúi Íslands í Eurovision sem mun ekki fara fram í Rotterdam í ár. 

Atli Már Steinarsson og Snærós Sindradóttir sjá um þáttinn í dag en ásamt Daða Frey eru þetta gestir dagsins: