Góð æfing til að vinna gegn kvíða

Mynd: RÚV núll / Núllstilling

Góð æfing til að vinna gegn kvíða

01.04.2020 - 16:14
Þessa dagana glíma margir við kvíða enda hefur daglegt líf flestra farið rækilega úr skorðum. Hrund Jóhannesdóttir, frá Hugrúnu geðfræðslufélagi Háskóla Íslands, kíkti í Núllstillinguna og gaf góð ráð til að vinna á kvíðanum.

Hrund segir mikilvægt ráð gegn kvíða vera að vinna með núvitund og hugleiða til að róa taugarnar. Hún fór með Helgu og Mána í gegnum góða æfingu í slökun sem gott getur verið að grípa til þegar fólk finnur að taugarnar eru farnar að segja til sín. 

Margir geta upplifað kvíða þessa dagana enda mikil óvissa uppi í þjóðfélaginu. Hægt er að fá góð ráð í hjálparsíma Rauða krossins 1717 og hjá sálfræðingum á heilsugæslustöðvum. 

Sálfræðingar frá geðfræðslufélaginu Hugrúnu koma jafnframt til með að vera fastir gestir í Núllstillingunni til að gefa áhorfendum góð ráð um það hvernig vinna má á depurð, kvíða eða öðrum andlegum erfiðleikum sem gætu bankað upp á um þessar mundir. 

Núllstillingin er í beinni útsendingu frá Eldborg klukkan 14-16 alla virka daga á meðan samkomubanni stendur. 

Tengdar fréttir

Að búa sér til rútínu er númer eitt, tvö og þrjú