Fylgi Miðflokks og Sósíalistaflokks minnkar mikið

Mynd með færslu
 Mynd:
Stuðningur við ríkisstjórnina hefur aukist um sjö prósentustig frá því í febrúar og mælist 55 prósent í nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Fylgi Miðflokksins og Sósíalistaflokksins minnkar mikið. 

Stuðningur ríkisstjórnarinnar jókst eftir því sem leið á mars. Rúmlega 59% sögðust styðja stjórnina í seinni hluta mánaðarins en tæplega 52% fyrri hluta hans.

Fylgi flokka í Þjóðarpúlsi Gallup

Þjóðarpúls Gallup 30. mars 2020 samanborið við síðasta Þjóðarpúls og kosningaúrslit 2017.

Sjálfstæðisfl.
Kosningar
25,3%
Síðasti þjóðarpúls
22,0%
23,5%
Samfylkingin
12,1%
14,8%
15,1%
Vinstri græn
16,9%
11,9%
13,3%
Miðflokkurinn
10,9%
14,2%
11,2%
Viðreisn
6,7%
10,3%
11,1%
Píratar
9,2%
10,7%
10,2%
Framsóknarfl.
10,7%
7,0%
8,1%
Fl. fólksins
6,9%
4,0%
4,2%
Sósialistafl.
0%
5,0%
3,2%

Heimild: Netkönnun sem Gallup gerði dagana 2. til 29. mars 2020. Heildarúrtaksstærð var 10.352 og þátttökuhlutfall var 54,8%. Vikmörk á fylgi við flokka eru 0,1-1,3%. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.

Fylgi flestra flokka er óbreytt milli mánaða, að undanskildum Miðflokknum og Sósíalistaflokknum, sem tapa fylgi. Miðflokkurinn fer úr fjórtán prósenta fylgi í ellefu en nærri helmingi færri en í síðasta mánuði segjast myndu kjósa Sósíalistaflokkinn væri gengið til kosninga nú, 3 prósent í stað fimm.

Fylgi annarra flokka er lítið breytt. Rösklega 23% segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, liðlega 15% Samfylkinguna og ríflega 13%
Vinstri græn. Um 11 prósent myndu kjósa Viðreisn, rúmlega 10% Pírata, liðlega 8% Framsóknarflokkinn og rúmlega 4% Flokk fólksins. Liðlega 11% segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa og sama hlutfall tekur ekki afstöðu eða neitar að gefa hana upp.

Niðurstöðurnar eru úr netkönnun sem Gallup gerði dagana 2. til 29. mars 2020. Heildarúrtaksstærð var 10.352 og þátttökuhlutfall var 54,8%. Vikmörk á fylgi við flokka eru 0,1-1,3%. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.

sigridurda's picture
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi