Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Eurovision-mynd Ferrell fékk 135 milljónir frá ríkinu

epa06442918 US actor Will Ferrell greets the crowd as he walks on the court following the men's first round match between Roger Federer of Switzerland and Aljaz Bedene of Slovenia at the Australian Open Grand Slam tennis tournament in Melbourne, Australia, 16 January 2018.  EPA-EFE/JOE CASTRO AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA

Eurovision-mynd Ferrell fékk 135 milljónir frá ríkinu

31.03.2020 - 10:14

Höfundar

Eurovision mynd bandaríska gamanleikarans Will Ferrell fékk 135 milljónir í endurgreiðslu frá ríkinu. Það þýðir að kostnaðurinn við tökur myndarinnar hér á landi nam rúmum hálfum milljarði. Sjónvarpsþættirnir Brot hafa fengið hæstu endurgreiðsluna á þessu ári eða 193 milljónir.

Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Endurgreiðsluhlutfall vegna sjónvarps-og kvikmyndagerðar hér á landi er 25 prósent.  

Ísland leikur lykilhlutverk í Eurovision-mynd Will Ferrell og fjöldi íslenskra leika bæði stór og lítil hlutverk í myndinni.  Hún segir frá eyðimerkurgöngu Íslendinga í Eurovision og leitinni að fyrsta sigrinum. Ísland er í fámennum hópi landa sem hafa aldrei unnið keppnina. Auk Ferrell leika þau Rachel McAdams og Pierce Brosnan í myndinni en sá síðarnefndi á að vera „myndarlegasti Íslendingurinn“.  

Tökur fóru fram á Húsavík í október á síðasta ári. Íbúar bæjarins leigðu margir hverjir út íbúðir sínar til tökuliðsins og húsvískir aukaleikarar stóðu vaktina í nokkrum senum. Ekki liggur fyrir hvenær myndin verður frumsýnd en hún er framleidd af streymisveitunni Netflix.  Væntanlega hefur það sett strik í reikninginn að Eurovision-keppninni, sem fara átti fram í Hollandi í ár, hefur verið aflýst.

Sá orðrómur fór reyndar á kreik að Netflix væri á bakvið sigur Daða og gagnamagnsins í Söngvakeppni sjónvarpsins og ætlaði að nýta sér vinsældir lagsins til að kynna Eurovision-myndina. Daði vísaði þessum sögusögnum á bug og sagði þær ekki eiga við nein rök að styðjast. 

Sjónvarpsþættirnir Brot, sem sýndir voru á RÚV, hafa fengið hæstu endurgreiðsluna það sem af er þessu ári eða 195 milljónir.  Þeir voru einnig framleiddir af Netflix og eru nú aðgengilegir þar undir nafninu The Valhalla Murders.   

Tengdar fréttir

Menningarefni

„Myndarlegasti Íslendingurinn“ kominn norður

Menningarefni

Will Ferrell setur Húsavík á hliðina

Tónlist

Lovato leikur íslenska söngkonu í Eurovision

Kvikmyndir

Eyðimerkurganga Íslands í stóru hlutverki