Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

2015: Rythmatik

31.03.2015 - 10:51
Mynd: RÚV / RÚV
Hljómsveitin Rythmatik bar sigur úr býtum í Músíktilraunum 2015. Hér má sjá myndband af frammistöðu sveitarinnar. Rythmatik kemur frá Suðureyri við Súgandafjörð og mun þetta vera í fyrsta sinn sem hljómsveit þaðan sigrar í keppninni.

Hljómsveitin Par-Ðar hreppti annað sætið og systursveit hennar, Avóka, sem er að hluta skipuð sömu tónlistarmönnum, spilaði sig upp í þriðja sætið. Þá tryggði hljómsveitin Sígull sér sæmdarheitið Hljómsveit fólksins í sérstakri símakosningu.

Þetta voru 33. músíktilraunirnar og var þeim útvarpað á Rás2, líkt og venjan hefur verið síðan 1992. Á meðal sigurvegara fyrri ára eru sveitir á borð við Samaris, Agent Fresco, Mammút, XXX Rottweilerhundar, Mínus, Botnleðja, Maus, Kolrassa Krókríðandi og Of Monsters and Men

atli's picture
Atli Þór Ægisson
vefritstjórn