Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

2014. Heitasta ár frá upphafi mælinga?

03.11.2014 - 18:44
epa04286592 Malaysia's capital Kuala Lumpur skyline is covered by thick haze in Kuala Lumpur, Malaysia, 28 June 2014. Smoke from land-clearing fires in Sumatra, Indonesia is a perennial problem afflicting the South-East Asian nations of Malaysia,
 Mynd:
Mynd:  / 
Ný samantektarskýrsla frá Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál undirstikar nauðsyn tafarlausra aðgerða.

Í nýrri skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál er slegið föstu að tíu ár séu til stefnu til að gripa til markvissra aðgerða gegn hlýnun, ef takast á að halda henni innan tveggja gráða á öldinni. Þar segir ennfremur að óhjákvæmilegt sé að hætta bruna jarðefnaeldsneytis að fullu og öllu á öldinni. Þá er því ennfremur slegið föstu að ódýrara sé að grípa til nauðsynlegra aðgerða en aðhafast ekki. Skýrslan sem unnin er af þúsundum  vísindamanna er samantekt á öllum rannsóknaniðurstöðum síðustu sjö árum eða frá því síðasta skýrsla af þessu tagi var gefin út. Halldór Björnsson loftslagsvísindamaður á veðurstofunni ræddi niðurstöðurnar við Spegilinn.