Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

2010: Of Monsters and Men

19.03.2015 - 13:14
Mynd: Of Monsters and Men / Of Monsters and Men
Óhætt er að fullyrða að enginn sigursveit Músíktilrauna hafi náð viðlíka árangri á heimsvísu og Of Monsters and Men. Hljómsveitin sigraði í Músíktilraunum árið 2010 og hefur allar götur síðan farið hamförum í tónlistarheiminum

Sveitin spilaði á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni sama ár, ásamt fleiri hátíðum um allan heim og í lok árs 2011 skrifaði hún undir plötusamning við plöturisann Universal í Ameríku. 

Lagið Littler Talks naut gríðarlegrar hylli út um allan heim og fyrsta breiðskífan, My Head is an Animal hefur selst í yfir tveimur milljónum eintaka á heimsvísu.