Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

2009: Bróðir Svartúlfs

19.03.2015 - 13:06
Mynd: Bróðir Svartúlfs / Facebook
Bróðir Svartúlfs var stofnuð árið 2008 og má segja að sveitin sé afkvæmi fimm ólíkra hugmynda. Það að rappa yfir lifandi tónlist hefur ekki verið áberandi í íslensku tónlistarlífi en strákarnir í Bróður Svartúlfs ákváðu að það væri rétta hljóðið fyrir sveitina.

Strákarnir sýna með djarfri tónlist sinni að allt er hægt, því þeir ná að blanda saman hinum ýmsu tónlistarstefnum án þess að láta það hljóma ruglingslega. Sveitin tók þátt í Músíktilraunum 2009 og bar sigur úr býtum. Sama ár gaf hún út sína fyrstu EP plötu sem vakti töluverða athygli og hlaut yfirleitt góða dóma hjá gagnrýnendum.