Kostnaðurinn við moskuna er áætlaður 300 til 400 milljónir króna. Aðspurður hvort honum finnist raunhæft að 200 manns gefi milljón hver segir hann að svo verði að vera. Hann sagði líka að moskan væri ekki bara fyrir múslima heldur fyrir Íslendinga.
„Við vitum það ekki nákvæmlega en við vonum að allt hönnunarverk verði klárað í sumar. Það fer líka eftir því hvað við söfnum miklu,“ svaraði Salmann því hvenær byggingin yrði tilbúin. „Það tók 40 ár að byggja Hallgrímskirkju en ég vona að það verði innan fjögurra ára sem þetta kemur hjá okkur.“