Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

20 þúsund með langvinna lungnateppu

30.06.2012 - 08:28
Mynd með færslu
 Mynd:
Fjölmargir Íslendingar eru með langvinna lungnateppu, LLT, án þess að hafa verið greindir. Sjúkdómurinn verður ein algengasta dánarorsök á Íslandi árið 2020. Þetta er haft eftir Dóru Lúðvíksdóttur, lungnasérfræðingi á Landsspítalanum í Fréttablaðinu í morgun.

Dóra segir líklegt að yfir tuttugu þúsund Íslendingar þjáist af LLT í dag en LLT er samheiti yfir langvinna berkjubólgu og lungnaþembu. Sjúkdómurinn herjar nær eingöngu á miðaldra og eldra fólk sem flestir hafa reykt lengi þó einstaka tilfelli megi rekja til atvinnu, mengunar eða erfða. 
Tíðni sjúkdómsins fer vaxandi á Íslandi en það stafar af því að fjölmennir árgangar, þar sem stór hluti reykir, fer nú að komast á miðjan aldur. Niðurstöður rannsóknar sem gerð var árið 2007 sýndi að 27% þátttakenda reyndist vera með LLT á mismunandi stigum en fæstir þeirra höfðu hugmynd um það. 
Að sögn Dóru verða lungnalyf sífellt stærri hluti lyfjakostnaðar í heilbrygðiskerfinu og eins ber samfélagið mikinn kostnað af fólki sem fer á örorkubætur langt fyrri aldur fram vegna sjúkdómsins. Hún hvetur alla sem reykja eða hafa reykt sem og þá sem finna til einkenna til að fara í öndunarmælingu á sinni heilsugæslustöð.