Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

20 mánaða viðræðum lokið með samkomulagi

26.06.2013 - 11:06
Mynd með færslu
 Mynd:
Landbúnaðarráðherrar Evrópusambandsríkjanna komust í nótt að samkomulagi um endurbætur á landbúnaðarstefnu sambandsins. Samningaviðræðurnar tóku tuttugu mánuði.

Fjárstuðningur við greinina verður álíka og áður, um 40 milljarðar evra á ári, jafnvirði um 6.500 milljarða króna. Skipting fjárins breytist þó nokkuð, þannig að styrkir til bænda í austurhluta Evrópu hækka á kostnað starfsbræðra þeirra í Vestur-Evrópu. Aukin áhersla verður lögð á að bæta umhverfið. Stefnt verður að því að fimm prósent jarðnæðis í álfunni verði notuð til að framleiða umhverfisvænar afurðir, þar sem bannað verður að nota eiturefni við ræktunina. Að því er kemur fram á fréttavef danska ríkisútvarpsins á að nota þrjátíu prósent ríkisstyrkjanna til að styðja við umhverfisvænu framleiðsluna.