Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

1999: Mínus

17.03.2015 - 14:35
Mynd: Mínus / Facebook
Mínus tók Músíktilraunirnar með trompi árið 1999 og heillaði unga sem aldna með brjáluðu keyrslurokkinu sem einkenndi sveitina framan af.

Síðan á Músíktilraunum hefur sveitin tapað tveimur bassaleikurum og einum gítarleikara, en Frosti Logason gítarleikari kvaddi félaga sína fyrir þó nokkrum árum. Mínus hefur sent frá sér plöturnar; Hey Johnny (1999), Jesus Christ Bobby (2000), Halldór Laxness (2004) og The Great Northern Whalekill (2007).